Mini Rodini

ALASKA LÚFFUR

Verð kr 6,900 Útsöluverð kr 3,450

Alaska lúffur

Hlýjar lúffur með mjúkri fleece fóðringu, gervi leður merki á úlnlið, styrking í lófanum og teygja við úlnliðinn og opnunina. Hanskarnir anda vel og vatnsheldir sem nemur 10.000mm framleiddur úr endingargóðri og sterkri skel með límdum saumum og BIONIC-FINISH® ECO húð.

Alaska lúffurnar eru hluti af Explorer seríu Mini Rodini og eru sérstaklega praktískar, endingargóðar, hlýjar, vatnsþolnar með góða öndun og þola nánast hvaða veður sem er.

• Styrking í lófa

• Teygja á úlnlið og við opnun

• Öndun sem nemur 8000 g/m2/24h

• Vatnsþol sem nemur 10 000 mm 

• Skel 100 % polyamid

• Innra lag 100 % endurunnið polyester

• Fóður 100 % endurunnið polyester

• BIONIC-FINISH® ECO

• Framleiddar í Kína

Þessar lúffur inniheldur vatnsheldiefnið BIONIC-FINISH® ECO. Í flestum vatnsheldum húðunum á markaðnum í dag eru notuð flúorkolefni. Þessi efni eyðast mjög hægt í náttúrunni, dreyfast auðveldlega og finnast nú um allan heim. Þau eru grunuð um að valda krabbameini og geta valdið ófrjósemi. BIONIC-FINISH® ECO er gerð með annarri tækni og er ekki aðeins laus við PFC og flúorkolefni heldur einnig formaldehýði og paraffíni.

Endurunna efnið notað við framleiðslu á þessum lúffum er GRS(Global Recycle Standard) vottað, sem tryggir að efnið er úr endurunnum efnum eins og t.d gosflöskum, fiskinetum og notuðum fatnaði. GRS er strangasta vottunin sem til er fyrir endurunnin efni og inniheldur strangt eftirlit með sérstaklega notkun hættulegra efna, vinnuaðstæðna og rekjanleika hráefnis.

Customer Reviews

Based on 1 review
100%
(1)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
H
H.Ó.