Ethic

Keflaborð

Verð kr 89,900 Útsöluverð kr 71,920

Borð úr endurnýttri kapaltromlu. Keflið hefur verið pússað niður í hráan fallegan við. Hvert kefli er einstakt og kemur með 3 borðfótum sem búið er að merkja fyrir og þarf ekkert að gera annað en að skrúfa þá undir borðið. Skrúfur til að festa fætur og tappar til að setja undir þá fylgja með. Þrátt fyrir að búið sé að pússa borðin mikið eru útlitið hrátt og eins og áður sagði getur þú verið viss um að enginn er með nákvæmlega eins borð og þú, þar sem engin tvö kefli eru eins. Borðin er hægt að nota utandyra eða innandyra, þú velur einfaldlega hvort þú vilt. Borðin eru um 75cm há. 

Keflin eru rusl sem hingað til hefur ýmist dagað uppi í ruslahaugum hér og þar eða fyrirtæki greiða fyrir förgun á þeim. Við viljum gefa þeim framhaldslíf á sólpöllup, í stofum landsmanna eða hjá fyrirtækum.

Keflin eru send með Flytjanda og við bjóðum fría sendingu! Kaupandi greiðir fyrir sendingu til baka til okkar ef hann vill skipta eða skila.

Afhendingartími eru 1-2 vikur frá pöntun. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda okkur fyrirspurn með því að smella á "message us" niðri í hægra horninu. 

 

Customer Reviews

No reviews yet
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)

Customer Reviews

No reviews yet
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)