Hafði lofað sjálfri mér að panta aldrei skó af netinu en stóðst þá ekki og er alls ekki svikinn. Passa fínt og eru þægilegir
Mjög vandaðir og yfir allt frábærir skór sem hafa reynst gríðarlega vel þann tíma sem ég hef átt þá. Ég mældi ilina á mér til að finna út stærð útfrá ráðleggingum hér á síðunni og passa þeir fullkomlega. Ekki verra þar sem hundurinn hafði étið fyrri kuldaskóna mína að þessir voru komnir daginn eftir að ég pantaði þá!