SKILMÁLAR

Skilmálar

Greiðslumöguleikar

Hægt er að greiða fyrir vörur með kreditkorti í gegnum greiðslusíðu Borgunar, með Netgiro eða með millifærslu.

Afhending vöru

Þegar þú verslar á ethic.is færð þú vöruna senda heim að dyrum með Íslandspósti á næsta pósthús eða á næstu stöð Dropp. Ef verslað er fyrir 10.000 krónur eða meira eru vörurnar sendar að kostnaðarlausu en fyrir pantanir undir 10.000 krónum bætast við 890 krónur í sendingarkostnað. Ef þú vilt skipta eða skila vöru þá er það þér að kostnaðarlausu, hægt er að skipta og skila í verslun i Síðumúla 11 eða senda með Íslandspósti á Ethic, Síðumúla 11, 108 Reykjavík á næsta pósthús (ekki heimsendingu) með póstinum og við greiðum fyrir það. 

Pöntunin fer í póst til þín samdægurs eða næsta virka dag eftir að pöntun hefur verið staðfest og greiðsla móttekin.

Ef vara er merkt uppseld í netverslun má endilega hafið samband við okkur og tryggja sér viðkomandi vöru með næstu sendingu. 

Við sendingar erlendis geta tollar og gjöld viðkomandi lands bæst við vöruverðið sem er ekki innifalið í verðunum á ethic.is

 Skilafrestur

Samkvæmt reglum um rafræn kaup, mátt þú hætta við kaupin innan 14 daga að því tilskildu að vörunni sé skilað í upprunalegum umbúðum og í því ástandi sem hún kom til þín. Útsöluvörur fást ekki endurgreiddar, en velkomið er að fá inneign eða skipta í aðra vöru eða stærð. Greiðslukvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja með ef um vöruskil er að ræða. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt.

Endurgreiðsla er gerð á sama kreditkort eða Netgiro reikning og kaupin áttu sér stað með upphaflega og athugið að endurgreiðsla getur tekið allt að 5 virka daga að ganga í gegn. Þetta getur verið mismunandi eftir kortafyrirtækjum/þjónustum og getum við því miður ekki haft áhrif á þetta.

Ef pöntuð vara passar ekki er sjálfsagt mál að skipta um stærð eða í aðra vöru svo lengi sem að lagerstaða okkar leyfir. Þú sendir vöruna aftur til okkar þér að kostnaðarlausu. Ef um skipti eða skil er að ræða biðjum við þig vinsamlegast að hafa samband við okkur í gegnum netfangið ethic@ethic.is

 Verð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur. Ethic.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Skattar og gjöld

Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Upplýsingar um seljanda
Ethic ehf
kt: 600212 0360
Síðumúli 11, 
108 Reykjavík
s: 6956975
VSK-númer: 119216

Persónuvernd

Ethic.is virðir friðhelgi persónuupplýsinga um viðskiptavini sína. Með því að heimsækja vefinn okkar lýsir þú þig samþykkan þeim hefðum sem lýst er í núverandi yfirlýsingu um persónuvernd og öryggi. Ef þú hefur áður heimsótt vefinn okkar vinsamlega kynntu þér yfirlýsinguna að nýju til að fullvissa þig um að þú þekkir núverandi skilmála.

Persónulegar upplýsingar sem við söfnum

Mögulegt er að við söfnum persónugreinanlegum upplýsingum um þig, svo sem nafni, heimilisfangi, netfangi, símanúmeri og kreditkortanúmeri, í tengslum við afgreiðslu á pöntun frá þér eða vegna annarra samskipta við þig. Til dæmis skráum við þær persónugreinanlegu upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að koma til skila þeirri vöru sem þú kaupir. Einnig fjármálatengdar upplýsingar, svo sem kreditkortanúmer og heimilisfang vegna reiknings, og einstaklingsupplýsingar, svo sem netföng, heimilisfang, símanúmer og viðtökustað vörusendingar. Fjármálatengdar upplýsingarnar eru nýttar eingöngu til að innheimta greiðslu fyrir þá vöru sem þú kaupir. 

Ef þú skráir þig á póstlista eða gefur upp netfangið þitt sendum við þér fréttabréf frá ethic.is.

Neðst á öllum tölvupóstum frá ethic.is er einnig hnappur sem býður upp á að láta fjarlægja það netfang sem pósturinn var sendur á af póstlistanum.

 Að versla á vefnum okkar

Við leggjum okkur fram um að vernda persónulegar upplýsingar með því að nota þá öryggisstaðla sem viðeigandi eru eftir eðli upplýsinganna, hvort sem þær upplýsingar eru fengnar og/eða geymdar fyrir milligöngu netsins eða ekki. Við gerum allt sem skynsamlegt og viðeigandi getur talist til að koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar glatist, verði stolið, óviðkomandi fái aðgang að þeim, þær verði opinberaðar, afritaðar, notaðar, þeim breytt eða eytt. Við leggjum sérstaka áherslu á að tryggja öryggi upplýsinga þegar keyptar eru vörur í gegnum vefsíðuna.

Kortaupplýsingar eru geymdar á öruggum stað á meðan á greiðsluferlinu stendur.

Ábyrgðarskilmálar

Ef vara telst gölluð munum við skipta henni eða endurgreiða, allt án kostnaðar fyrir viðskiptavini.  Athugið að ábyrgðin nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, þvotti, vanrækslu, venjulegu sliti eða eðlilegu litatapi sem verður við notkun og eða sökum aldurs vörunnar.

Svo hægt sé að meta hvort vara sé gölluð þarf að skila henni til ethic.