Skilmálar
Ethic ehf (6002120360
Síðumúli 11
108 Reykjavík
VSK#: 119216
Sími: 6956975
Ethic ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Afhending vöru
Allar pantanir eru afgreiddar 1-2 virkum dögum eftir að pöntun er gerð. Sé varan ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.
Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Allar pantanir eru sendar sem rekjanlegir pakkar.
Verð á vöru og sendingakostnaður
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 11% eða 24% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram.
Þegar þú verslar hjá Ethic getur þú valið um að fá pöntunina senda á næsta pósthús/póstbox/Dropp afhendingarstað. Ef verslað er fyrir 20.000 kr eða meira eru vörurnar sendar að kostnaðarlausu á næsta pósthús/póstbox/Dropp afhendingarstað. Einnig hægt að velja að sækja í verslunina okkar að Síðumúla 11 á opnunartíma 10 - 17 virka daga og 12-16 á laugardaga.
Að skipta og skila vöru
Veittur er 14 daga skila- og endurgreiðsluréttur við kaup á vöru gegn framvísun kvittunar, sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt og upphæð. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í upprunalegum og óskemmdum umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið.
Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Ef um útsöluvöru er að ræða, þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.
Endurgreiðsla vöru er gerð með sama hætti og greitt var fyrir vöruna upprunalega, en einnig er hægt er að skipta vöru í aðra vöru eða fá inneignarnótu. Inneignarnótan er vistuð inn á viðskiptamann, tengt netfangi, og hægt er að nota hana bæði í netverslun og verslun.
Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Allur flutningskostnaður vegna skila/skipta er á ábyrgð kaupanda.
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðir Ethic ehf allan sendingakostnað sem um ræðir, eða endurgreiðir ef þess er óskað.
Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.
Gjafir
Ef þú hefur fengið gjöf frá Ethic þá er hægt að skila og skipta í aðra vöru eða fá inneignarnótu, ætlast er til að vara sé með skiptimiða, eða sannanir fyrir því að hún hafi verið keypt í Ethic. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Inneign miðast við verð vöru þann dag sem henni er skilað.
ga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.
Trúnaður (Öryggisskilmálar)
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Lög og varnarþing
Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög og við leggjum áherslu á að leysa öll mál á sem einfaldastan hátt í samskiptum við okkar viðskiptavini. Ef ekki finnst ásættanleg lausn þá, sem síðasta úrræði, er hægt að fara með málið fyrir dómstóla í íslenskri lögsögu og lögsagnarumdæmi seljanda.