Frábærir skór, en ég pantaði á netinu og greiddi fyrir sendingu heim. Fékk ranga stærð og var sagt að koma í verslun til að skipta og sagði afgreiðslukonan "ég vona að ég eigi enn stærðina sem þú pantaðir." Ég mætti upp á von og óvon, og sem betur fer átti hún par eftir. En þetta var óþarfa vesen og óþægilegt að vita ekki hvort ég væri að sækja skó handa stráknum eða ekki.