SKIPTA OG SKILA
Ef þú vilt skipta eða skila vöru þá er það þér að kostnaðarlausu. Við viljum hvetja viðskiptavini á Höfuðborgarsvæðinu til að skipta/skila í verslun okkar EKOhúsið í Síðumúla 11. Viðskiptavinir á landsbyggðinni senda með póstinum á Ethic ehf, Síðumúla 11. Við kaup utan Íslands ber kaupandi kostnaðinn við vöruskil.
Samkvæmt reglum um rafræn kaup, mátt þú hætta við kaupin innan 14 daga að því tilskildu að vörunni sé skilað í upprunalegum umbúðum og í því ástandi sem hún kom til þín. Ekki er veitt endurgreiðsla á útsöluvörum, velkomið er að fá inneign í verslun eða skipta í aðra vöru eða stærð. Undantekning er á kaupum á vörum á lagerhreinsun þeim vörum fæst hvorki skipt né skilað. Greiðslukvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja með ef um vöruskil er að ræða. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt.
Endurgreiðsla er gerð á sama kreditkort eða Netgiro reikning og kaupin áttu sér stað með og athugið að endurgreiðsla getur tekið allt að 5 virka daga að ganga í gegn. Þetta getur verið mismunandi eftir kortafyrirtækjum/þjónustum og getum við því miður ekki haft áhrif á þetta.
Ef pöntuð vara passar ekki er sjálfsagt mál að skipta um stærð eða í aðra vöru svo lengi sem að lagerstaða okkar leyfir. Þú sendir vöruna aftur til okkar þér að kostnaðarlausu. Ef um skipti eða skil er að ræða biðjum við þig vinsamlegast að hafa samband við okkur í gegnum netfangið ethic@ethic.is eða með skilaboðum á Facebook.