Hvernig er gott að byrja betri neytendavenjur?

Nú er að verða liðinn mánuður síðan Ethic netverslunin okkar fór í loftið og erum við ótrúlega ánægð með viðtökurnar. Við finnum að þörfin og áhuginn fyrir verslun eins og Ethic er til staðar. Okkur hlakkar til að halda áfram að bjóða ykkur fallegar gæða vörur sem eru framleiddar á umhverfisvænan og siðferðislega réttan hátt.

 

En af hverju að velja að versla á umhverfisvænan og siðferðislegan hátt? Af hverju að velja slow fashion fram yfir fjöldaframleidda vörur?


Það að versla á umhverfisvænan og siðferðislegan hátt er ekki alltaf einfalt. Það er erfitt að skuldbinda sig 100% og fara alla leið og það er í góðu lagi! Gott er að velja þau gildi sem eru mikilvægust fyrir þig því það er mjög erfitt að stunda fullkomlega siðferðislega rétt innkaup.

 

Hér að neðan fjöllum við stuttlega um nokkrar af algengustu leiðunum til að versla á siðferðislega réttan hátt og hvað hver þeirra þýðir. Þú getur svo ákveðið hvað þér finnst mikilvægast hvað varðar siðferðislega, sjálfbæra og hæga tísku.

1. Vörur framleiddar í Evrópu og Bandaríkjunum. Þar eru strangir staðlar hvað varðar umhverfisvernd, öryggi, heilsu og almenn réttindi starfsmanna svo sem lágmarkslaun, fæðingarorlof og sjúkratryggingar.

2.Kauptu Fair Trade vörur. Legðu áherslu á að styðja fyrirtæki sem virða mannréttindi og borga starfsmönnum sanngjörn laun. Ekki er öll erlend framleiðsla slæm. Kynntu þér framleiðendurnar vel og skoðaðu t.d heimasíður þeirra og hvað kemur þar fram hvað varðar sanngjörn viðskipti/FairTrade. World Fair Trade Organization (WFTO) er stofnum framleiðenda sem eru fremstir í dag hvað þetta varðar og gott er að leita eftir því að framleiðendur séu meðlimir í WFTO.

 Flestir muna eftir harmleiknum í Rana Plaza verksmiðjunni árið 2013 í Bangladesh þar sem 1.135 starfsmenn létu lífið þegar verksmiðjan hrundi til grunna. Þúsundir starfa ennþá fyrir lítil sem engin laun við skelfilegar aðstæður í svokölluðum “sweat shops” sem framleiða fatnað fyrir mörg af þekktustu fatamerkjunum í dag. Reyndu að velja vörur sem eru framleiddar við góðar aðstæður, en ekki þar sem framleiðendur komast upp með að mismuna starfsfólki og nota jafnvel börn til að starfa við framleiðsluna.

3. Leitaðu að Eco-friendly/eiturefnalausum og lífrænum efnum. Efni og litarefni í fataframleiðslu eru skaðleg, ekki bara fyrir umhverfið heldur einnig fyrir starfsmenn sem búa til fötin og neytendur sem klæðast þeim. Verslaðu flíkur úr lífrænum efnum og með náttúrulegum litum. Þær eru betri fyrir umhverfið, starfsmennina sem framleiða fötin og þig sem neytanda. Allir okkar birgjar eru mjög framarlega hvað þetta varðar.

4. Hugsaðu um umhverfisvernd. Verslaðu vörur úr náttúrulegum efnum sem skaða ekki umhverfið. Þú vilt t.d leita að vefnaðarvöru sem leysist upp náttúrulega í stað þess að liggja í landfyllingu svo áratugum skipti.

5. Veldu vegan ásamt því að hugsa um velferð dýra

6. Notaðu það sem þú verslar! Keyptu frekar færri vörur sem endast lengur og notaðu þær oft. Þegar þú ert hætt/ur að nota vörurnar gefðu þeim þá framhaldslíf. Gefðu þær til góðgerðamála eða einfaldlega á einhvern stað þar sem þú veist að þær munu nýtast vel.

7. Byrjaðu smátt og verslaðu 1-2 flíkur sem framleiddar eru á siðferðilslega réttan hátt. Þú þarft ekki að skipta út öllum fataskápnum á einu bretti, þó það væri mjög íslenskt að fara “ALL IN” frá fyrsta degi J

 

Hugsaðu útí hvað skiptir þig mestu máli og forgangsraðaðu svo eftir því.

 

Kveðja,

Ethic.

Share this