Ég er mjög ánægð með þennan topp. Hélt kannski að stuðningurinn væri ekki góður því teygjan er ekki undir brjóstunum heldur neðar. En hann heldur vel við án þess að kremja brjóstin. Rosalega mjúkur og gott að vera í honum. Prófaði að fara á crossfit æfingu í honum og hann stóðst prófið! Og lítur líka mjög vel út. Mun pottþétt nota hann við stuttbuxur í sumar.