Skórnir eru geggjaðir alveg æðislegt að ganga á þeim og ekki skemmir að þeir eru grænir og vænir. Hef varla farið úr þeim síðan ég fékk þá. Númerin eru frekar lítil svo að ég pantaði einni stærð fyrir ofan mína venjulegu stærð. Þjónusta frábær og sendingatími stuttur 😀
Par nr 2 sem við kaupum. Ekkert mál að hlaupa, hjóla, hoppa í pollum, draga tánna á eftir götunni á sparkhjóli eða hlaupahjóli. Gúmmíið á tánni er merkilega sterkt. Mæli með!